mánudagur, 17. október 2011

Sunnudagsmáltíðin.

Það er svo sannarlega búið að vera líf og fjör hjá mér síðustu viku. Síðastliðinn þriðjudag vaknaði ég klukkan 05:30 og brunaði norður yfir heiðar og var mætt heim í Fnjóskadalinn fyrir hádegi. Ég átti mjög annasama daga fyrir norðan áður en að ég brunaði aftur suður á fimmtudagskvöldinu. Sigga frænka, maður og barn komu síðan um nóttina og gistu hjá okkur um helgina. Þau fóru í hádeginu í dag af stað aftur og það verður að segjast að litla dýrið þeirra er orkumikið! Á morgun eru svo mamma og pabbi að koma í heimsókn á leið sinni útá keflavíkurflugvöll.

Annars þá verður þetta stutt, ætlaði rétt að segja ykkur frá sunnudagsmáltíðinni. Margir líta á sunnudaga sem veisludaga, ekki endilega eitthvað óhollt heldur bara eitthvað rosalega gott. Í sunnudagsmatinn hjá mér í kvöld voru lambakótilettur með tilheyrandi. Mjög einfalt og agalega gott.

1. skál: Egg og mjólk hrært saman.
2. skál: Brauðrasp + krydd (pipar og salt)

Kótiletturnar eru marðar með kjöthamri og síðan velt uppúr skál 1 og svo skál 2, steikt í smá stund á hvorri hlið á pönnu. Fá fallegan lit. Skellt í eldfast mót og inní ofn á meðan restin er útbúin. Meðlætið í kvöld var afar einfalt, afgangur af ferska salatinu frá því í gær og afgangar af soðnum kartöflum. Reyndar tók ég kartöflurnar og skar í bita, steikti á pönnu (þar til heitar í gegn) og kryddaði  - aðeins betra en kaldar soðnar kartöflur. Einnig var ég með steikt grænmeti, lauk, púrrlauk, gulrætur, brokkolí, blómkál og paprika skorið niður og steikt á pönnu, kryddað með aromati, piparblöndu og jurtasalti. Með þessu hafði ég svo afar ómerkilega pakka-sveppasósu bragðbætta með kjötsoðinu sem kom í mótið eftir ofnveruna.
Þegar meðlætið var tilbúið tók ég kjötið úr ofninum.Namm namm.

(okay ég svindlaði, það voru ekki til egg svo ég setti smá hveiti útí mjólkina í skál 1 - en það virkar alveg jafn vel svo ekki örvænta ef það eru ekki til egg!)

Húsráð dagsins:
Blettir í flíkum að fara með þig? Ég nota uppþvottalög eða edik á bletti, ef það virkar ekki tek ég penslasápuna frá undra og nudda á blettinn, skelli í plastpoka, bind fyrir og set það síðan í þvott sólahring síðar.

Ég hélt ég ætlaði aldrei að ná karrýblettum úr hvíta bolnum mínum, að lokum setti ég uppþvottalög á blettinn, beið í sólahring í lokuðum plastpoka og beint í þvottavélina -bolurinn hefur aldrei litið betur út!
Ég fékk gamla kósý peysu frá ömmu, mamma hirti hana fyrir mig svo ég gæti tekið tölurnar, en það voru gulir stórir blettir í peysunni og hún var lengst inni í skáp svo það hefur greinilega verið langt síðan að amma notaði hana.Ég tímdi ekki að gefast uppá peysunni enda fannst mér hún alveg geggjuð!
Penslasápan gerði ótrúlegt kraftaverk, nuddaði henni á blettina, setti í plastpoka, batt fyrir og sólarhring seinna handþvoði ég hana (prjónuð peysa) og voilá! Næstum betri en ný - Ef þið komið í óvænta heimsókn á kósý læridegi er bókað mál að ég er í peysunni, blettalausri!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli