miðvikudagur, 7. september 2011

Kartöfluflus!


Síðast lét ég vita að ég væri að fara að gera svolítið agalega spennandi með matnum. Jæja það tókst svona ótrúlega vel.
Í fyrsta lagi þá ætla ég að minna alla á að það er algjör óþarfi að henda afgangsmat. Var steikt of mikið hakk? Skorið niður of mikið grænmeti? Soðnar of margar kartöflur? Gulræturnar að skemmast? Paprikan orðin ljót? Farið að frysta úti og graslaukurinn í garðinum að eyðileggjast?

Elskurnar mínar, borðið bara meira salat með matnum, skerið paprikuna niður og frystið, góð í pottrétti eða ofnrétti, á pizzuna hvenær sem er. Týnið graslaukinn, þvoið, saxið og frystið. Alveg eins og nýr hvenær sem þú vilt nota hann hvort sem það er í baksturinn, pottréttinn eða salatið. Notið gulræturnar og kartöflurnar í deig. Það er agalega gott, flysja soðnar kartöflur, stappa og skella útí deigið, pizzudeig, bolludeig, hvernig deig sem er. Svo er alls ekki verra að rífa gulræturnar niður og skella þeim saman við með kartöflunum.
Það gerði ég einmitt í gær, átti fullt af úrvals, soðnum kartöflum, flysjaði þeir og skellt í pizzadeigið.
Djöfull var pizzan góð, svo mjúk! 
En það var nú samt ekki það nýja og agalega spennandi sem ég var að prófa. Eins og hefur komið fram er ég agalega mikið á móti því að henda mat (nema náttúrlega hann sé virkilega ónýtur) svo mér var í raun illa við það að henda flusinu af kartöflunum. Ég rakst síðan á, fyrir heina tilviljun, síðuna "Hvað er í matinn" og þar fannst ég út hvað er hægt að gera við kartöfluflus!

Flusið sett í eldfast mót
Smá olía, ólífuolía eða sólblóma - ég notaði nú bara olíuna sem ég átti, einhverja agalega fína euroshopper repjuolíu
Salt og pipar - því meira því sterkara


Inní ofn á mjög háan hita í ca. hálftíma. Ég hefði þetta náttúrlega alltof sterkt og alltof lengi inní. 230°C og í 27 mín, sumt var brunnið og fór í ruslið. Þetta var samt agalega gott, sérstaklega bitarnir sem voru með smá kartöflu á svo þeir voru harðir að utan og  mjúkir að innan!

Annars þá missti ég mig í eldhúsinu í dag, fór að baka ofaní nýju frystikistuna mína, ekki hægt að hafa hana svo gott sem tóma. Ég prófaði tvær nýjar uppskriftir hef ekki ennþá smakkað eplabrauðið sem ég bakaði en ef það verður gott þá er aldrei að vita nema ég deili því með ykkur. Svo bjó ég líka til haframjölskökur sem áttu að vera svona meinhollar. Ég byrjaði að baka og saup hveljur þegar ég sá sykurmagnið, hrásykur og púðursykur, shit það er sko ekkert hollara en hvítur sykur, ekki láta blekkjast! Ég dró snarlega úr sykurmagninu og setti í staðin meira af haframjöli og kókosmjöli en vá sykurbragðið af kökunum er ótrúlegt! Verður minnkað enn meira í næstu tilraun - þá kannski þori ég að skella henni inn því ekki ætla ég að fylla ykkur af sykri!


Afrakstur dagsins!

Jæja næturgestir á leiðinni, ætla að fara að taka til dýnur og sængur!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli