Skírnarkjólar, barnakjólar, skór og nálapúðar. |
Ég fór nú samt ekki norður fyrr en ég var búin að fara í opið hús hjá Hússtjórnarskólanum, en það var 10. desember síðastliðinn. Það klikkar ekki að fara þangað, þótt það sé aðeins til að sjá eitthvað fallegt, ég fór þangað til að sjá fallega hluti, borða kökurnar sem ég var komin með ógeð á eftir eina önn, og hitta stelpurnar sem voru með mér í skólanum. Við reynum samt að hittast mánaðarlega, en það er einhvern veginn önnur stemming þegar maður hittist í skólanum og er að borða kökurnar góðu...Þetta var ótrúlega gaman og að sjálfsögðu sá maður eitthvað sem manni dauðlangaði til að gera.
Skólinn byrjaði aftur fyrir viku síðan, fyrsta skólavikan fór ekki vel í mig þar sem að ég var veik alla vikuna, byrjaði með hita og fékk síðan svo heiftarlegt mígreniskast að ég lá í rúminu í næstm 3 sólarhringa ef ég legg allt saman. Í byrjun nýs árs endurskoða ég oft það sem ég hef gert á liðnu ári, og fer að pæla í því sem mig langar til að gera. Síðastliðið ár var alveg frábært, ég vann á leikskóla og lærði ótrúlega margt af því, ég fór í interrail með Sindra og við ferðuðumst um evrópu og heimsóttum vini okkar. Um sumarið vann ég í sundlaug, fór á skyndihjálparnámskeið og ferðaðist aðeins innanlands og um haustið fluttum við til Reykjavíkur og byrjuðum að búa, ég byrjaði í nýjum skóla, nýju námi, kynntist nýju fólki og átti ótrúlega skemmtilega önn.
Hins vegar er listinn yfir það sem mig langar að gera svo mun lengri, ég ætla ekki að fara útí hann hérna, en það er bókað að ég ætla að gera eins margt á honum og ég hef kost á, aðalega það sem ég hef efni á. Ótrúlegt en satt þá er ekkert rosalega að borga sig að vera námsmaður og leigja útí bæ...
Í lokin fylgir hérna mynd af hitaplöttum sem ég föndraði fyrir jól og gaf frænku minni í jólagjöf.
Þetta var barnapeysa sem ég þæfði, á svona 9-11 ára barn. Ég náði alveg 8-9 hitaplöttum úr henni, svo ef einhverjum langar í svona fínan hitaplatta má hafa samband við mig, annars mun þetta verða partur af afmælisgjöfum þeirra sem eiga afmæli snemma á árinu :)
Þetta er mjög einfalt og skemmtileg gjöf. Enda skemmir ekki fyrir að eiga fallega hitaplatta.
Hafið það gott þangað til næst.
Kveðja