fimmtudagur, 1. desember 2011

Fallegir hlutir

Í tilefni þess að ég náði að klára takmark dagsins í dag í lærdómnum ákvað að ég að skella inn nokkrum myndum.






Þessa peysu prjónaði ég og gaf Hannesi bróður í þrítugs afmælisgjöf. Fékk Sindra til að pósa fyrir mig í henni þegar að snjórinn var kominn.

Finnst þessi mjög flott, er í Lopa 12 held ég alveg ábyggilega.


Svo ætla ég að láta nokkrar myndir frá síðustu viku fylgja með, en snjókoman gerði alveg útslagið og setti mig í dúndrandi jólastemmingu. Getið ekki ímyndað ykkur hvað ég var glöð daginn sem ég vaknaði og leit útum gluggan og jörðin var hvít.




    Jólagardínu breytt í jóladúk                           Sindri elskan að baka smákökur.                   Útsýnið útum stofugluggann,         .                                                                                                                                                        ævintýraland.







Ódýri aðventukransinn. Aðeins efniviður úr eldhúsinu og trjánum úti við göngustíg. Brún hrísgrjón, ber sem ég tíndi í haust, greni, perlur og kókosmjöl sem smá snjór.
Viðurkenni það reyndar að ég ætla mér að splæsa í veglegri kerti fyrir næsta sunnudag!


Kakó í múmínálfabollunum okkar og einhversstaðar voru smákökur á múmínálfadiskum!