Það er orðið frekar langt síðan ég leyfði ykkur að kíkja í prjónakörfuna mína. Prjónakörfuna mína fékk ég í arf frá ömmu en þetta var prjónakarfan hennar. Í henni geymi ég einungis dótið sem ég er með á prjónunum, þar með talið verkefni sem eru tilbúin að öllu leyti nema einu... og það er að það á eftir að ganga frá endum! Það hefur einmitt verið eitt það leiðinlegasta sem ég geri, reyndar er það að vinna sig upp stigann og mér finnst það ekki alveg óbærilegt lengur.
Annarsstaðar í íbúðinni er ég með bunka af óþvegnum prjónaflíkum, á eftir að koma mér í það að þvo þær. Þar á meðal er lopapeysa og nokkrar afmælis- og jólagjafir!
Í prjónakörfunni sést í sokka sem ég er að leggja lokahönd á, en það er afmælisgjöfin hans pabba, gaf honum gjafabréf uppá sokkapar í febrúar svo það er kominn tími til að klára þá!
Annars langaði mig að sýna ykkur tvennar flíkur sem ég var að klára:

Nr. 1 - Kragi
Uppskriftin er í bókinni Prjónaperlur sem ég hef minnst á einhvern tímann áður, annars ætti það ekki að koma neinum á óvart að þetta er klukkuprjónskragi (elsku elsku klukkuprjón) prjónaður úr brúnum álafosslopa og einhverri týpu af brúngrænum plötulopa. Kom agalega vel út að mínu mati, núna verður Sindri bara að nota hann þangað til hann hættir að stinga, það var aðeins vælt þegar ég skellti honum á hann til að taka mynd.
Nr. 2 - Húfa
Þessi uppskrift er úr einhverju Lopa blaði, en þetta er afskaplega einföld húfa, klukkuprjón, hvítur bulky lopi og heklað blóm. Skv. uppskriftinni átti hún að vera lengri og bretta uppá kantinn en það er algjör óþarfi að fara eftir uppskriftum frá a-ö og ég ákvað að hafa hana styttri. Er mjög ánægð með það. Svo finnst mér e-ð frekar kúl við blómið!
Þessi er hlý, fljótt prjónuð og falleg.

Þess vegna hef ég fengið nýja sýn á þetta, ég er ekki átaki en ég einbeiti mér að því að borða hollt og fá mér alltaf eitthvað hollt þegar ég fæ mér að borða.
Einn liðurinn í því að borða hollt er að drekka grænt te á hverjum degi, það á nefninlega að vera svo agalega hollt. Því miður finnst mér te yfirhöfuð mjög vont, heitt, vont bragð og ég fýla eiginlega ekkert við það. Þá er gott að þekkja sniðugt fólk en í blogginu hjá Ölmu Rún sagði hún eitt sinn frá því hvað hún gerði við grænt te svo það væri drekkandi fyrir svefninn.
Við hermdum eftir, núna sjóðum við pott af grænu te-i, kælum, setjum í flöskur, inní ísskáp og drekkum það síðan kalt. Sindri tilraunakokkur hefur reyndar bætt ýmsu við hann er agalega hrifinn af öllu sem er sterkt svo það er grænt te með miklu engiferi, cayenna pipar, negul og ég veit ekki hvað og hvað. Því miður þá finnst mér svona sterkt te ekki gott, sérstaklega ekki með miklu miklu engiferi eins og Sindri setur. Þess vegna látum við það standa extra lengi þegar það kólnar svo piparinn og engiferbitarnir setjist á botninn. Síðan fæ ég efra lagið í pottinum og Sindri neðra lagið. Þanning fæ ég góða te-bragðið sem er ekki of sterkt.
Húsráð dagsins: Er baninn við það að skemmast, ekki orðinn brúnn en samt þannig að þú vilt eiginlega ekki borða hann? Skelltu honum í frysti, frosinn banani er ótrúlega góður! Ef þú vilt gera aðeins meira en bara frosinn banana taktu hann þá í tvennt og fylltu með hnetusmjöri eða súkkulaði (bræddu eða t.d. nutella), settu hann í álpappír og í frystinn. Þvílíkt góður eftirréttur. Mæli eindregið með þessu.
Það er kreppa, bananir eru dýrir og bananarækt er ekkert grín, eftir að ég fræddist um bananarækt get ég ekki hugsað mér að henda einum einasta banana þá hugsa ég bara um aumingja bændurna!
Njótið vel
-Sigríður Árdal